Gisting

Gistiaðstaða í Saurbæ

Við bjóðum upp á gistingu hér í Saurbæ. Tilvalið fyrir þá sem eru á ferðinni eða vilja staldra við hjá okkur í fleiri en einn dag og fá tíma í reiðkennslu, skoða hross eða bara hvað sem er. Við bjóðum oft upp á sérstök tilboð fyrir þá sem eru í hrossa hugleiðingum. 

Við erum með íbúð sem er u.þ.b. 45 fermetrar að stærð með sér inngangi og baðherbergi. Eitt rúmt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmmi, ásamt svefnsófa í stofunni. 

Allar nánari upplýsingar um verð og framboð, finnur þú á bókunarsíðunni. 

Þér er líka velkomið að hafa samband við Heiðrúnu um nánari upplýsingar, heidrun@saurbaer.is eða í síma 849 5654.

Leit