Tamning og þjálfun

Lykillinn að árangri með hross, er að hlusta á þau, reyna að skilja þau andlega og líkamlega og haga svo þjálfuninni eftir því.

Það sem okkur finnst mikilvægast við tamningu og þjálfun hesta er að byggja þjálfunina upp á forsendum hestsins. Forsendur hestsins geta verið eins misjafnar og hestarnir eru margir, en mikilvægt er að lesa hvern og einn hest fyrir sig. Dæmi um forsendur hestsins er, andlegt og líkamlegt atgervi, geðslag hestsins og sá undirbúningur sem hesturinn hefur fengið, ef einhver er. Hesturinn verður alltaf að hafa val. Við leitumst við að haga undirbúningi og aðstæðum þannig að hesturinn velji að vera hjá okkur og vinna með okkur.

Heiðrún Ósk og Pétur Örn eru útskrifaðir tamningamenn og reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum, þau eru bæði félagar í Félagi Tamningamanna FT og hafa talsverða reynslu af keppnum og kynbótasýningum. Heiðrún og Pétur taka að sér hross í tamningu og þjálfun, auk þess að vera með hross til sölu. Þau bjóða einnig upp á reiðkennslu fyrir fólk á öllum stigum. Þú getur lesið meira um þau hér.

Í Saurbæ eru frábærar og fjölbreyttar útreiðaleiðir, grónir grasbakkar sem og góðir vegir. Vindheimamelar eru hér rétt handan við ána, með frábærum reiðleiðum. Í Saurbæ er einnig góð inniaðstaða til tamninga.

Hér eru nokkrar myndir af aðstöðunni í Saurbæ:

01 Petur a Hlekk
02-Rispa Heidrun og Hjukurinn
03-hesthus sudurgangur
04-hesthus kaffistofa
05-Freyja og Petur i sambandi
06-Freyja og Petur i sambandi2
07-Ljonslopp i bas
08-Spakur og Heidrun
09-folold ad leik
10-Hlekkur posar

Print Email