Reiðkennsla
Pétur og Heiðrún eru bæði útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum og hafa mikla reynslu af reiðkennslu bæði hér heima og erlendis. Heiðrún starfar nú sem reiðkennari við Hólaskóla og Pétur áður hefur kennt við skólan í nokkur ár. Pétur og Heiðrún hafa haldið nokkur námskeið í Noregi og Svíþjóð, tekið að sér barnastarf í Skagafirði þar sem um 70 börn og unglingar voru skráð til leiks, haldið knapamerkjanámskeið á Blönduósi svo eitthvað sé nefnt.
Hér í Saurbæ bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir fólk á öllum stigum hestamennskunnar. Hver reiðtími er sérstaklega lagaður að óskum og þörfum hvers og eins nemanda og hests. Hægt er að koma með sinn eigin hest eða leigja góðan og vel taminn hest sem hentar í verkefnið.
Við höldum einnig ýmiskonar stærri námskeið bæði hér heima og erlendis eftir pöntun.
Áhugasamir hafið samband við Pétur eða Heiðrúnu
Að loknu prófi í knapamerki 5 á Sauðárkróki. Frá vinstri Magnús Ólafsson, Sigríður Aadnegard, Heiðrún Ósk og Guðmundur Sigfússon.