Vordís frá Sjávarborg

IS2001257245 WF svart 16x20

Vordís frá Sjávarborg er hálfsystir hennar Venusar frá Sjávarborg og Sprota frá Sjávarborg tvöföldum heimsmeistara í skeiði og er því komin af miklu skeiðhestakyni Jóns Geirmundssonar og á hann hryssuna til helmings á mót við okkur. Vordís er mjög myndarleg hryssa með mjög góðan háls og frábært bak og lend. Vordís var sein tamin og því orðin þónokkuð fullorðin þegar hún var loks sýnd í sinn besta dóm, eftir einn vetur af markvissri þjálfun. Skeiðsýninginn tóks ekki alveg í samræmi við hennar getu og á það eftir að koma í ljós í afkvæmunum. Vordís er með mjög trausta lund og gott ganglag og gat í raun hver sem er riðið henni. Við erum með hryssu í tamningu undan henni núna sem heitir Védís frá Saurbæ og lofar hún mjög góðu. Myndarleg hryssa með allan gang, flottan fótaburð, jákvæð og auðveld að eðlisfari

Seinni Héraðssýning í Skagafirði 2010
Sköpulag Hæfileikar 
Sköpulag 7,99 Hæfileikar 7,66

Aðaleinkunn

7,80

Höfuð 8,0 Tölt 7,5
Háls/herðar/bógar 8,5 Brokk 7,5
Bak og lend 9,0 Skeið 7,5
Samræmi 8,0 Stökk 8,0
Fótagerð 7,0 Vilji og geðslag 8,0
Réttleiki 8,5 Fegurð í reið 8,0
Hófar 7,5 Fet 7,0
Prúðleiki 7,5 Hægt tölt 7,5
    Hægt stökk 7,5

Vordís frá Sjávarborg

 • Vordis Uppstilling
 • Vordis Skeid
 • Vordis Uppstilling
 • Vordis Skeid
  Vordís og Pétur á spretti

Ættartré

 • Hrafn frá Holtsmúla
 • Sera frá Eyjólfsstöðum
 • Hervar frá Sauðárkróki
 • Sería frá Neðra-Ási
 • Vordís frá Sjávarborg

Print Email