Ljónslöpp frá Bringu
Saurbær ehf. keypti Ljónslöpp árið 2007. Að Ljónslöpp stendur mjög athyglisverð ætt, en hún er undan Kolku frá Kolkuósi sem var dóttir hins fræga Harðar frá Kolkuósi og Hrefnu-Brúnku frá Kolkuósi. Ljónslöpp er því sammæðra Framtíð, Tinnu og Flugu frá Bringu sem eru allt 1. verðlauna hryssur. Faðir Ljónslappar er heiðursverðlauna hesturinn Gustur frá Hóli. Ljónslöpp er mjög viljug og skemmtileg hryssa en náði aldrei að sýna allt það sem í henni bjó á kynbótabrautinni út af ýmiskonar óheppni. Ljónslöpp hefur gefið okkur traust og góð hross. Við bindum vonir við son hennar og Narra frá Vestri-Leirárgörðum, stóðhestefnið Nask frá Saurbæ.
Sköpulag | Hæfileikar | ||
---|---|---|---|
Sköpulag | 8,10 | Hæfileikar | 7,65 |
Aðaleinkunn |
7,83 |
||
Höfuð | 7,0 | Tölt | 7,5 |
Háls/herðar/bógar | 9,0 | Brokk | 7,5 |
Bak og lend | 8,0 | Skeið | 7,5 |
Samræmi | 8,5 | Stökk | 8,0 |
Fótagerð | 7,5 | Vilji og geðslag | 8,0 |
Réttleiki | 7,5 | Fegurð í reið | 7,5 |
Hófar | 8,0 | Fet | 8,0 |
Prúðleiki | 6,5 | Hægt tölt | 7,5 |
Hægt stökk | 7,5 |
Ættartré
- Gáski frá Hofsstöðum
- Abba frá Gili
- Hörður frá Kolkuósi
- Hrefnu-Brúnka frá Kolkuósi
- Ljónslöpp frá Bringu