Birting frá Árgerði
Birting er alhliða hryssa af góðum ættum
Birting er undan Krafti frá Bringu og 1. verðlauna hryssunni Birtu frá Árgerði. Að Birtingu stendur mjög athyglisverð ætt. Móðuramma Birtingar, Snælda frá Árgerði hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Birta móðir Birtingar á því fjögur systkini sem hafa hlotið 1. verðlaun og önnur 5 sem eru sýnd, lægsta með 7,52. Birta á því mörg góð systkini þar á meðal Bliku frá Árgerði sem er með 8,84 fyrir hæfileika og hefur gefið mörg góð hross. Brynjar frá Árgerði er einnig bróðir Birtu, en hann hlaut 9,5 fyrir skeið í kynbótadómi og gerði það gott sem skeiðhestur og hlaut m.a. 8,17 í gæðingaskeiði. Kraftur frá Bringu faðir Birtingar er undan heiðursverðlauna hestinum Gusti frá Hóli og Sölku frá Kvíabekk. Kraftur varð tvöfaldur Íslandsmeistari tvö ár í röð í fimmgangi og tölti árið 2006 og 2007. Síðan urðu þeir heimsmeistarar í fimmgangi og samanlögðum fimmgangsgreinum árið 2007.
Ættartré
- Gustur frá Hóli
- Salka frá Kvíabekk
- Hrafn frá Holtsmúla
- Snælda frá Árgerði
- Birting frá Árgerði