Síðsumarssýning á Sauðárkróki

Við sýndum 3 hryssur á síðsumarsýnigunni á Sauðárkórki. Þetta voru þær Hrönn frá Neðra-Ási, Greip frá Sauðárkróki og Blæja frá Saurbæ. Allt hryssur sem eru í okkar eigu/umsjón og við höfum tamið og þjálfað.
Við sýndum 3 hryssur á síðsumarsýnigunni á Sauðárkórki. Þetta voru þær Hrönn frá Neðra-Ási, Greip frá Sauðárkróki og Blæja frá Saurbæ. Allt hryssur sem eru í okkar eigu/umsjón og við höfum tamið og þjálfað.
Pétur Örn sýndi stóðhestinn okkar hann Hlekk frá Saurbæ í kynbótadómi á Sauðárkóki nú í lok maí. Það gekk frábærlega og hesturinn fékk 8,65 fyrir hæfileika, 8,06 fyrir sköpulag og 8,41 í aðaleinkunn. Hæst hlaut hann 9,0 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Hlekkur var hæst dæmda hross sýningarinnar og er þriðji hæst dæmdi 6 vetra hesturinn á þessu ári á landinu sem stendur og erum við mjög stollt af því.
Hlekkur tekur á móti hryssum í Saubær í allt sumar.
Skírdagur 2 apríl var dásamlega fallegur dagur. Logn og blíða og sól allan daginn og ég er ekki frá því að maður hafi sólbrunnið örlítið í framan. Við fórum og gáfum stóðinu um morguninn og Heiðrún tók nokkrar myndir í fallega veðrinu. Um kvöldið var svo Kvennatölt Norðurlands haldið í 5 sinn. Þetta er skemmtilegt mót þar sem allar konur eru hvattar að taka þátt og aðalmálið að hafa gaman, glæsileg verðlaun í boði og alltaf ákveðið þema, en í ár var það fjólublátt. Við vorum samferða nágrönnum okkar frá Varmalæk 1 og karlarnir voru hestasveinar og ökuþórar. Vinnukonan okkar hún Flo tók líka þátt. Flo var að keppa í fyrsta sinn á ævinni og stóð sig glæsilega 5,70 í T7 og 9 sæti. Heiðrún og Stormur frá Saurbæ náðu að tölta sig inn í 5 sæti í opnum flokki með 6,39 og voru ánægð með sitt fyrsta mót. Það gleymdist að taka myndir af kvennatöltinu en í staðin koma nokkarar myndir frá stóðinu þar sem það lét fara vel um sig í sólinni. Við erum með nokkrar kindur hér í Saurbæ sem eru með mikinn karakter, en þær voru ekki búnar að fá sitt hey þegar myndirnar voru teknar og þær reyndu eftir fremsta megni að stela af hestunum, en það gekk nú misvel. Af öðru er að frétta að við höfum reynt að taka því rólega yfir páskana, verið heima, en alltaf er maður eitthvað að dunda í hesthúsinu. Svo vonum við bara að það fari að koma vor og sumar. Gleðilega páska!
Við erum búin að vera að sjá um barnastarfið og knapamerkanámskeið á Blönduósi í vetur. Það hefur gengið ótrúlega vel og nú fer að líða að verklegum prófum, tekin verða próf í öllum stigum knapamerkjanna 1-5 og er spennan að magnast. Knapamerkin eru gott námsefni sem inniheldur 5 bækur gefið út í samstarfi við Hólaskóla. Hverju námskeiði lýkur með prófum bæði bóklegum og verklegum og stuðlar að aukinni menntun hins almenna reiðmanns frá 12 ára aldri. Þar lærir fólk m.a. um fóðrun hestsins, þróunarsögu og eðli hestsins, þjálfun gangtegunda og hvernig hægt sé að nota fimiæfingar til að bæta gangtegundir svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að skoða heimasíðu knapamerkjanna á knapamerki.is
Hér fyrir neðan eru hins vegar tvær myndir af yngsta hópnum sem hefur tekið miklu framförum í vetur og virkilega gaman að fylgjast með því. Þetta eru 4 og 5 ára krakkar. Þau hafa fyrst og fremst verið að æfa jafnvægi og sjálfsöryggi frá því í fyrra og eru núna að byrja að stjórna sjálf og gengur ótrúlega vel.
Þá er allt að komast í hina reglulegu rútínu eftir hátíðirnar og hrossin að komast í smá form, eins og sést á myndinni. Sólin hækkar á lofti með hverjum deginum sem líður og maður er strax farin að sjá smá mun. Hesthúsið er að fyllast á ný eftir aðeins rólegri tíma yfir hátíðirnar. Nokkur pláss eru laus hjá okkur í vetur í tamningu/þjálfun. Við tökum 60.000 + vsk á mán. (fyrir utan járningu) á hrossið, en gjaldið er 65.000 fyrir stóðhesta. Fyrir pöntun eða nánari upplýsingar, hafið samband við Pétur petur(hja)saurbaer.is, í síma 864 5337 eða Heiðrúnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 849 5654