Maiju Maria Varis útskrifaður reiðkennari, er búin að vera hjá okkur í hálfu starfi á nánast ár eða frá því í maí 2016. Nú er Maiju farin á vit nýrra ævintýra vestur á Snæfellsnesi og þökkum við henni fyrir frábærlega vel unnin störf og skemmtilegan tíma. Maiju er mikil fagmanneskja og
Lokakvöld Skagfirsku mótaraðarinnar fór fram miðvikudaginn 12 apríl. Pétur og Maiju tóku þátt í fimmgangi og komust bæði í úrslit. Þau riðu á bræðrunum Hlekki og Nirði frá Saurbæ en þeir eru báðir að stíga sín fyrstu skref í fimmgangi og því skemmtilegur árangur að komast með þá báða í úrslit. Pétur og Hlekkur sigruðu úrslitin með yfirburðum og Maiju og Njörður enduðu í fjórða sæti.
Pétur fékk verðlaun fyrir að vera stigahæsti knapinn samanlagt úr allri mótaröðinni í 1. flokki
Pétur og Maiju tóku þátt í sinni fyrstu keppni á árinu 2017 í gær og stóðu sig með stakri prýði. Skagfirska mótaröðin í fullorðinsflokki hóf göngu sína, þar sem keppt var í fjórgangi V5 og tölti T7. Pétur vann tölt í 1. flokk með 7,0 í einkunn á hryssu í okkar eigu, Greip frá Sauðárkróki.
Stóðhestinum Hlekki frá Saurbæ, verður sleppt í hólf í Víðimýri Skagafirði, föstudaginn 8. júlí. Tekið verður á móti hryssum 6. - 7. júlí og eru enn nokkur pláss laus.
Hlekkur frá Saurbæ var sýndur í kynbótasýningunn á Hólum nú á dögunum og fór í frábæran dóm. Hann hækkaði bæði í byggingu og hæfileikum. Hlaut 8,13 í byggingu og hækkaði því um nokkur stig frá síðasta dómi. Fyrir kosti hlaut hann 8,71 í fyrir hæfileika, stóð við allar sýnar tölur en hækkaði fyrir brokk og hægt tölt. Frábær dómur á frábærum hesti. Jafnar og góðar tölur. Ekki dugði þetta þó til að komast inn á landsmót í 7 vetra flokki stóðhesta, þar sem einungis 10 hestar koma til dóms. Við ákváðum því að fara með Hlekk í A-flokk gæðinga, sem var daginn eftir yfirlitsýningu og þar hlaut hann 8,53 í sinni fyrstu A-flokks keppni og komst inn á Landsmót. Frábær árangur og spennandi tímar framundan