Á vit ný nýrra ævintýra
Við kvöddum 3 hross í september sem fóru á vit nýrra ævintýra. Þetta voru þau Blæja, Gráskinna og Flóki. Við fengum þessar fallegu myndir af Blæju og Gráskinnu frá nýju heimili þeirra í Swiss. Það er ánægjulegt að sjá hvað þær virðast hafa það gott og hvað nýjir eigendur virðast hamingjusamir með þær. Þó við kveðjum hryssurnar er þetta nýtt upphaf fyrir þær með eigendum sínum. Okkur hlakkar til að fylgjast með þeirra samstarfi í framtíðinni og óskum þeim góðs gengis.
Blæja frá Saurbæ með nýjum eiganda sínum Giulia Büsser :)
Fallegir vinir :)
Gráskinna virðist njóta lífsins í nýjum heimkynnum
Blæja virðist vera ánægð í nýjum félagsskap