Háfeti mikið tamin og þjáll reiðhestur

Háfeti

Háfeti frá Saurbæ IS2008157782 er mikið taminn og þjáll hestur. Góður reiðhestur sem kann margar fimiæfingar og gaman er að þjálfa hann í. Háfeti er fullkomin hestur fyrir knapa sem langar að læra meira og sækja námskeið eða kennslu, þar sem hann er frábær kennari og mundi henta vel í Knapamerkin eða Reiðmanninn svo dæmi sé tekið. 

Continue Reading

Print Email

Bratti mjúkur töltari

Bratti t

Bratti frá Saurbæ IS2010157782 er mjúkur hestur sem velur helst tölt. Bratti er með frábært ganglag fyrir hinn almenna reiðmann sem langar að eiga mjúkan reiðhest sem fer fallega og auðvelt er að ríða tölt. Bratti er alhliða hestur með mjúkt tölt, brokki er skrefgott og mjúkt, það er auðvelt að setja hann upp í stökk og hann stekkur rólega. Bratti er með meðal vilja, fer akkurat á þeirri ferð sem knapinn biður um en hvorki hraðar né hægar og er þannig mjög þægilegur reiðhestur. Bratti býr yfir skeiði en það hefur lítið sem ekkert verið átt við það. Bratti er traustur, hlýðinn og taumléttur hestur. Bratti er næmur fyrir ábendingum og hentar best fólki með einhverja reynslu eða vönu fólki. Bratti kann vel að víkja undan fæti og hægt að ríða honum inn í krossgang og sniðgang og gæti hann einnig hentað vel á námskeið. Bratti mundi líka sóma sér vel í hestaferð og gæti e.t.v. hentað í töltkeppni eins og T8 eða T4.

Bratti er undan Roða frá Múla sem hlotið hefur 1. verðlaun fyrir afkvæmi og Birtingu frá Árgerði.

Hægt er að sjá myndband af Bratta með þvi að ýta HÉR

Print Email

Ljúfa, vel ættuð ræktunarhryssa SELD

Ljúfa frá Hvoli IS2006282013, blup 112. Ljúfa er undan Þóroddi frá Þóroddstöðum og 1. verðlauna klárhryssu, Ljósbrá frá Hveragerði en hún var á Landsmóti 2002. Fyrverandi eigendur eru hættir í hestum og því er hryssan til sölu. Endilega hafið samband fyrir allar nánari upplýsingar og spurningar, heidrun(hja)saurbaer.is eða í síma 849 5654 . Á einnig til vídeó af hryssuni á fjórða vetur.

 • Ljúfa

  Ljúfa

 • Ljúfa

  Ljúfa

 

Print Email

Blæja frá Saurbæ SELD

Ert þú að leita þér að keppnishrossi, ræktunarhryssu eða bara frábæru reiðhrossi? Kannski er Blæja frá Saurbæ hryssa fyrir þig. Blæja er sjö vetra hryssa undan Hugadótturinni Hendingu frá Saurbæ og Blæ frá Hesti. Hending hefur sjálf hlotið 8,26 í aðaleinkunn, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk og 9,5 fyrir fegurð í reið. Blær frá hesti er með 8,50 í aðaleinkunn þar af 9,0 fyrir vilja og 9,5 fyrir skeið.

Blæja hefur hlotið 8,5 fyrir tölt, brokk, vilja, fegurð í reið og 9,0 fyrir stökk í kynbótadómi.

Blæja er kát og viljug hryssa en jafnframt þjál og létt á tauminn og mjög skemmtilegt reiðhross. Hún er rúm á gangi með flottum fótaburði traust og jákvæð. Það er alltaf gaman að koma á bak Blæju.

Áhugasamir hafið samband við Pétur í síma 864 5337 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 • Blæja Tölt

  Blæja Tölt 8,5 fyrir tölt

 • Blæja frá Saurbæ

  Blæja frá Saurbæ 8,5 fyrir brokk

 • Blæja frá Saurbæ

  Blæja frá Saurbæ

  Frábær vilji og geðslag
 • Blæja frá Saurbæ

  Blæja frá Saurbæ

 • Dómur

  Dómur

 • Blæja tölt

Print Email