Hlekkur fer í hólf föstudaginn 8. júlí

Written on .

Stóðhestinum Hlekki frá Saurbæ, verður sleppt í hólf í Víðimýri Skagafirði, föstudaginn 8. júlí. Tekið verður á móti hryssum 6. - 7. júlí og eru enn nokkur pláss laus.

 

Hlekkur hefur hlotið 8,71 fyir hæfileika, 8,13 fyrir byggingu og 8,48 í aðaleinkunn. Hlekkur er hestur með gríðarlega jafnar og góðar gangtegundir og mjög efnilegur keppnishestur. Hann hlaut í sinni fyrstu keppni 8,53 í A-flokki gæðinga. Í kynbótadómi hefur hann hæst hlotið 9,0 fyrir bak og lend, fegurð í reið, skeið og vilja. Afkvæmi hans sýna flest allan gang með mýkt í hreyfingum og eru róleg og yfirveguð í umgengni. Fyrsta afkvæmið var tamið í vetur og fór það mjög vel af stað.

Faðir: Þeyr frá Prestsbæ
FF: Aron frá Strandarhöfði (heiðursverðlaun fyrir afkvæmi)
FM: Þoka frá Hólum (heiðursverðlaun fyrir afkvæmi)

Móðir: Njóla frá Miðsitju
MF: Keilir frá Miðsitju (heiðursverðlaun fyrir afkvæmi)
MM: Ísold frá Miðsitju

Verð á folatolli kr. 100.000 með vsk, með sónaskoðun og hagagöngugjaldi.

Áhugasamir hafið samband við Pétur í síma 864 5337 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hlekkur domur 2015 06 10

Print